■ Skrár fluttar með Windows Explorer
Þegar Nokia Audio Manager hefur verið sett upp er hægt að nota Windows
Explorer til að flytja MP3 eða AAC tónlistarskrár í símann.
Til athugunar: Ganga skal úr skugga um að tölvan og síminn séu tengd
saman með meðfylgjandi tengisnúru.
1. Opna skal Windows Explorer. Síminn birtist sem drif með nafninu
Nokia 3300
og drifbókstaf.
2. Birta skal möppuna sem flytja á lögin úr.
3. Lögin sem á að flytja í símann eru valin og dregin í drifið
Nokia 3300
. Nú verða
lögin flutt í símann og hægt er að spila þau með því að nota
Tónlistarspilari
.
Ef valin er meiri tónlist en kemst fyrir í minni símans birtast villuboð. Hætt er
við val á einhverjum tónlistarskrám þar til þær komast fyrir.