 
9. Nokia Audio Manager
Hægt er að nota hugbúnaðinn Nokia Audio Manager til að velja stafrænar 
tónlistarskrár í samhæfri PC-tölvu og flytja þær á minniskortið í símanum. Einnig 
er hægt að búa til M3U spilunarlista í PC-tölvunni með Nokia Audio Manager. 
Svo PC-tölvan geti fengið aðgang að minniskorti símans þarf að tengja símann við 
USB-tengi PC-tölvunnar með meðfylgjandi DKU-2 tengisnúru. Sjá 
Meðfylgjandi
snúrur tengdar og notaðar
á bls.
26
. Hægt er að skoða efni minniskortsins í
Mobile
Device
hluta gluggans
Music Studio
í Nokia Audio Manager. Athuga skal að ekki
er hægt að hringja á meðan síminn er tengdur við PC-tölvu.
Til athugunar: Ekki skal tengja símann við tölvuna fyrr en hugbúnaðurinn Nokia 
Audio Manager PC hefur verið settur upp af geisladiskinum í pakkanum.
Áður en síminn er tengdur við tölvuna skal lesa
Síminn aftengdur tölvunni
á bls.
27
.