
■ Skilaboð (valmynd 1)
Hægt er að lesa, skrifa, senda og vista texta, margmiðlunarboð
og tölvupóstboð. Öllum skilaboðum er raðað í möppur. Texta-,
margmiðlunar- og tölvupóstsendingar eru sérþjónusta.
Áður en hægt er að senda texta-, mynd eða tölvupóstboð þarf að vista
miðstöðvarnúmer, sjá
Skilaboðastillingar
á bls.
79
.
Til athugunar: Þegar skilaboð eða tölvupóstur eru send um SMS-kerfið gætu
orðin
Skilaboð send
birst á skjánum. Það gefur til kynna að skilaboðin eða
tölvupósturinn hafi verið sendur úr símanum í skilaboðamiðstöðina eða
póstþjóninn sem skilgreind eru í símanum. Þetta er ekki sönnun þess að
skilaboðin eða tölvupósturinn hafi verið móttekinn á áfangastað. Þjónustuveitur
veita nánari upplýsingar um SMS-þjónustu.