■ Þjónusta (valmynd 13)
Hægt er að fá aðgang að ýmiss konar WAP-þjónustu
(sérþjónusta) með símanum. Slík þjónusta getur til dæmis
snúist um bankaviðskipti, fréttir, veðurfréttir og flugáætlanir.
Þessi þjónusta getur verið sérstaklega sniðin að farsímum og er á vegum
WAP-þjónustuveitna.
Símafyrirtækið og/eða viðkomandi þjónustuveita gefur upplýsingar um
WAP-þjónustu, verð og gjaldskrár. Þjónustuveitur gefa líka leiðbeiningar um
hvernig þjónustan skuli notuð.
WAP-þjónustan notar umbrotsmál sem nefnist WML (Wireless Mark-Up
Language) á WAP-síðum sínum. Ekki er hægt að skoða venjulegar vefsíður sem
nota HTML (Hypertext Markup Language) í símanum.