
Afritun og endurheimt
Hægt er að taka öryggisafrit af upplýsingum í
Tengiliðir
,
Dagatal
,
Textaskilab.
og
Bókamerki
á minniskort og endurheimta upplýsingarnar af minniskortinu í símann
síðar. Hægt er að geyma eitt öryggisafrit af hverri gerð upplýsinga á
minniskortinu.
Til athugunar: Minniskort þarf að vera í símanum svo hægt sé að nota
þessa aðgerð. Einnig þarf að vera laust minni á minniskortinu svo hægt
sé að taka öryggisafrit af upplýsingunum.
Viðvörun: Ekki skal tengja símann við PC-tölvu þegar tekið er öryggisafrit af
upplýsingum og þær endurheimtar. Ef tölvan er tengd við PC-tölvu eru
öryggisafritun og endurheimt stöðvuð og upplýsingar tapast.
Upplýsingar afritaðar á minniskort
1. Stutt er á
Valmynd
og valið
Aukakostir
,
Öryggisafrit & endursetning
og
Öryggisafrit
.
• Ef taka á öryggisafrit af öllum upplýsingum í
Tengiliðir
,
Dagatal
,
Textaskilab.
og
Bókamerki
í einu skal velja
Öll gögn
.
• Ef velja á upplýsingar til að afrita skal velja
Valin gögn
. Skrunað er að
upplýsingunum sem taka á öryggisafrit af og stutt á
Merkja
. Þegar merkt
hefur verið við allar upplýsingarnar sem á að taka öryggisafrit af er stutt á
Búið
.
2. Stutt er á
Já
til að vista öryggisafritið eða
Nei
til að hætta við.
Mappa fyrir öryggisafritið er sjálfkrafa búin til á minniskortinu ef hún er ekki
þegar til.

Copyright
©
2003 Nokia. All rights reserved.
124
Bent skal á að þegar tekið er öryggisafrit af upplýsingum í símanum koma þær í
stað samsvarandi upplýsinga á minniskortinu.
Upplýsingar endurheimtar af minniskortinu
1. Stutt er á
Valmynd
og valið
Aukakostir
,
Öryggisafrit & endursetning
og
Endursetja
.
2. Skrunað er að upplýsingunum sem á að endurheimta og stutt á
Merkja
. Þegar
merkt hefur verið við allar upplýsingarnar sem á að endurheimta er stutt á
Búið
.
3. Stutt er á
Já
til að endurheimta upplýsingarnar eða
Nei
til að hætta við.
Bent er á að þegar upplýsingar eru endurheimtar af minniskorti koma þær í stað
samsvarandi upplýsinga í símanum.