Nokia 3300 - Athugasemdir um notkun á raddstÆr²um hringingum

background image

Athugasemdir um notkun á raddstýrðum hringingum

Áður en raddstýrt val er notað skal bent á eftirfarandi:

Raddmerki eru ekki háð tungumáli. Þau eru háð rödd þess sem talar.

Raddmerki eru næm fyrir umhverfishljóðum. Þau skal hljóðrita og nota í hljóðlátu
umhverfi.

Þegar raddmerki er hljóðritað eða hringt er með því að gefa raddmerki er símanum
haldið í hefðbundinni stöðu við eyrað.

Ekki er hægt að nota mjög stutt nöfn. Nota skal löng nöfn og forðast áþekk nöfn fyrir
mismunandi númer.

Til athugunar: Nafnið þarf að bera fram nákvæmlega eins og það var hljóðritað.
Þetta gæti verið erfitt, til dæmis í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því
ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.