Nokia 3300 - SIM-korti og rafhlö²u komi² fyrir

background image

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Öll SIM-örkort skal geyma þar sem börn ná ekki til.

• SIM-kort og snertisvæði þess geta hæglega skemmst ef kortið rispast eða

bognar. Það þarf því að meðhöndla kortið varlega þegar það er sett í símann
eða fjarlægt.

• Áður en hliðarnar eru fjarlægðar skal alltaf slökkva á símanum og aftengja

hleðslutæki eða annan búnað. Alltaf skal geyma og nota símann með áföstum
fram- og bakhliðum.

1. Bakhlið hulstursins tekin af símanum.

Meðan bakhlið símans snýr upp skal ýta á lausnarhnappinn og renna hliðinni
af (1).

Ef rafhlaðan er í símanum skal fjarlægja hana með því að lyfta henni upp af
hakinu (2).

background image

Copyright

©

2003 Nokia. All rights reserved.

30

2. SIM-kortsfestingin er losuð með því að renna henni aftur (3) og opna hana (4).

3. SIM-kortið er sett í SIM-kortsfestinguna (5).

Ganga skal úr skugga um að SIM-kortið sé
tryggilega á sínum stað og að ávala hornið á
kortinu vísi upp og gylltu snertifletirnir snúi að
snertunum á símanum.

background image

Notkun

31

Copyright

©

2003 Nokia. All rights reserved.

4. SIM-kortsfestingunni er lokað og henni læst (6) og (7).

5. Rafhlaðan er sett á sinn stað (8).

Þegar bakhliðin er sett aftur á er byrjað á því að setja læsingarnar á bakhlið
símans í samsvarandi raufar á símanum. Bakhliðinni er rennt til þannig að hún
festist (9).

background image

Copyright

©

2003 Nokia. All rights reserved.

32