Nokia 3300 - Kveikt og slökkt á símanum

background image

Kveikt og slökkt á símanum

Viðvörun: Ekki má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð
eða þar sem hún kann að valda truflunum eða hættu.

Stutt er á rofann og honum haldið niðri

.

Ef þá birtist textinn

Setja SIM-kort í

þótt gengið hafi verið úr

skugga um að búið sé að koma SIM-kortinu fyrir, eða

Styður

ekki SIM-kort

, skal hafa samband við símafyrirtæki eða

þjónustuveitu. Síminn getur ekki nýtt 5 volta SIM-kort og ef til
vill þarf að fá nýtt kort.

• Ef beðið er um PIN-númer er það fært inn (það birtist sem

****), og svo er stutt á

Í lagi

.

• Ef beðið er um öryggisnúmer er það fært inn (það birtist sem *****), og svo er

stutt á

Í lagi

.

Sjá einnig

Aðgangsnúmer

á bls.

14

.

ÁBENDINGAR TIL AÐ NÁ SEM BESTRI VIRKNI: Innbyggt loftnet
er í símanum. Forðast skal óþarfa snertingu við loftnetið þegar
kveikt er á símanum og gildir það einnig um öll önnur tæki sem
senda frá sér útvarpsbylgjur. Snerting við loftnetið hefur áhrif
á móttökuskilyrði og getur valdið því að síminn noti meiri
sendiorku en nauðsynlegt er. Loftnetið og síminn vinna best ef
ekki er snert á loftnetinu meðan á símtali stendur.

background image

Notkun

35

Copyright

©

2003 Nokia. All rights reserved.